Upp á punkt
Upprifjun grunnþátta í stærðfræði
Ný og endursk. útgáfa sem ætluð er nemendum sem eru að hefja nám í framhaldsskóla en skortir leikni í stærðfræði. Við efnisval var tekið mið af námskrám efstu bekkja grunnskóla og grunnáfanga framhaldsskóla með það fyrir augum að brúa bilið þar á milli. Nýjung er mikill fjöldi QR-kóða sem opna myndbönd um efnið og leiðbeina um lausnaraðferðir.
Bókin skiptist í eftirfarandi kafla:
1. Aðgerðirnar fjórar
2. Röð aðgerða
3. Almenn brot
4. Algebra
5. Jöfnur
6. Liðun og þáttun
7. Veldi
8. Rætur
9. Hlutföll og prósentur
Texti bókarinnar er á auðskildu máli og þannig fram settur að nemendur eigi auðvelt með að lesa hann sér til gagns. Bókin er einnig heppileg fyrir fólk sem vill rifja upp stærðfræði á eigin spýtur, t.d. áður en lagt er upp í nám að nýju eftir hlé.
Höfundar bókarinnar hafa báðir áralanga reynslu af stærðfræðikennslu á framhaldsskólastigi.