Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Usli

Gjálífi, þrætur og þras

  • Höfundur Úlfar Þormóðsson
Forsíða bókarinnar

Ásmundur Gunnlaugsson fæddist 1789, lærði til prests og fékk síðan brauð á Siglufirði. Hann var drykkfelldur og átti í miklum erjum við sveitunga sína – oftar en ekki vegna þess að hann þótti mikill kvennaljómi og notfærði sér það. Hann missti embætti, hrökklaðist yfir í Skagafjörð, hélt þar uppteknum hætti og átti margbreytilegt líf og kostulegt.

Hér dregur Úlfar Þormóðsson upp eftirminnilega mynd af óvenjulegum manni og Íslandi fyrri tíma; daglegu lífi og aðstæðum fólks, ekki síst kvenna sem mjög áttu undir högg að sækja.

Úlfar fer sjaldnast troðnar slóðir í skrifum sínum. Hér sækir hann sér efnivið í annála og frásagnir sem hann fléttar inn í áhrifaríka sögu Ásmundar Gunnlaugssonar og samtíma hans.