Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Út að drepa túrista

Leiðsögumaðurinn Kalman lendir í martraðarkenndum Suðurstrandartúr með rútu fulla af ferðamönnum, þar sem veðrið er viðbjóður, farþegarnir finnast myrtir einn af öðrum og sá sem lögreglan sendir til að leysa málið er í hæsta máta vafasamur. Egghvöss og ísmeygilega fyndin glæpasaga mitt úr brjálæði massatúrismans.