Utan garðs

Forsíða bókarinnar

Eftir 27 ár neyðast Júlía og bróðir hennar til að halda aftur heim á æskuslóðirnar. Sem unglingum var þeim útskúfað úr þessu litla samfélagi og Júlía kemst fljótlega að því að það hefur ekkert breyst – þau eru enn talin hafa hafa framið alvarlega glæpi. En minningabrotin raðast saman og afhjúpa hvað gerðist og hverjir frömdu þessa hrottalegu glæpi.

Unnur Lilja Aradóttir hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir síðustu bók sína, Höggið, sem hlaut mikið lof gagnrýnenda og lesenda.

Úr dómum um Höggið:

„Mjög sniðugt frásagnarform ... bókin er mjög læsileg með liprum stíl.“

Sæunn Gísladóttir, Lestrarklefinn

„Bókin er vel uppbyggð, heldur lesandanum og tekið er á ýmsum álitamálum, sem oft eru þögguð niður.“

Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðið

„Höggið er óvenjuleg spennusaga þar sem undarleg tilfinning grípur lesandann strax á fyrstu síðum bókarinnar. Í lifandi en látlausum texta og hnitmiðaðri frásögn nær höfundurinn föstu taki á lesandanum.“

Úr umsögn dómnefndar Svartfuglsverðlaunanna