Utanveltumaður

Saga Frímanns B. Arngrímssonar

Forsíða kápu bókarinnar

Hér er í fyrsta sinn gerð grein fyrir allri ævi og störfum þessa sérkennilega manns, sem vildi rafvæða Ísland.

Frímann lauk háskólanámi í Kanada og starfaði á vegum Kanadastjórnar. Síðar vann hann á tilraunastofum í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Eftir skamma dvöl þar fór hann til Frakklands þar sem bjó við kröpp kjör í 17 ár. Heim kominn til Íslands barðist hann hatrammlega fyrir hugsjón sinni að rafvæða Ísland en allir ráðamenn snerust gegn honum og lítilsvirtu tillögur hans.

Valdimar Gunnarsson starfaði við kennslu við Menntaskólann á Akureyri í 40 ár.