Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Íslensku smábarnabækurnar: Úti

  • Höfundur Ragnheiður Gestsdóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Bendibækur eru fyrstu bækur barnsins og tengja saman hlut, orð og mynd. Þær þurfa því að endurspegla það umhverfi sem barnið er að átta sig á. Lestur í hlýju fangi eflir málþroska og skapar notalegar gæðastundir sem barn og lesandi njóta saman.

Myndefni litskrúðugra og einfaldra klippimynda Ragnheiðar Gestsdóttur í bókunum Inni og Úti er sótt í hversdagslegt íslenskt umhverfi þar sem kúrt er inni og lesið með bangsa, sandurinn í sandkassanum er svartur og nauðsynlegt er að hafa húfu á höfði þegar farið er út!