Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

ÚTKALL

SOS – erum á lífi!

Forsíða bókarinnar

Átta sjómenn af Steindóri GK, berjast fyrir lífi sínu undir sextíu metra háu og myrku hamrastálinu undir Krísuvíkurbergi og Vigdís Elísdóttir, 21 árs háseti, er að reyna að semja við Guð. „Þarna upplifði ég hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum.“

Skipverjar á Steindóri GK, og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, lýsa hér mögnuðum atburðum.

Sannir atburðir úr íslenskum raunveruleika. Þessar einlægu frásagnir venjulegs fólks í óvenjulegum aðstæðum láta engan ósnortinn.

Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa á hverju ári — í nær þrjá áratugi — verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga. Bækur sem lesendur leggja ekki frá sér fyrr en að lestri loknum.