Útreiðartúrinn
Sævar og fjölskylda eru nýflutt út á Álftanes og það reynist unglingnum Pétri erfitt til að byrja með. Hópur drengja gerir kvöld eitt fólskulega árás á hann og slasar vin hans. Atvikið reynir mjög á samband feðganna en ýfir einnig upp gömul sár hjá Sævari og rifjar upp gamalt morðmál úr fjölskyldunni, sem í framhaldinu heltekur hann gjörsamlega.