Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Veðurskeyti frá Ásgarði

Ferðahandbók um tónverk

  • Ritstjóri Margrét Elísabet Ólafsdóttir
  • Höfundur Atli Ingólfsson
Forsíða bókarinnar

Veðurskeyti frá Ásgarði er eins konar ferðahandbók um söngverk Atla Ingólfssonar, Elsku Borga mín, og myndbandsverk sem Jeannette Castioni gerði við það. Verkin byggjast á sendibréfum sem Lilja Magnúsdóttir, bóndakona í Ásgarði í Dölum, skrifaði dóttur sinni um miðja 20. öldina. Bókin samanstendur af greinum fræðafólks úr ýmsum áttum.