Vegur allrar veraldar
Skálkasaga
Haustið 1479 kemur kona norður yfir Kjöl og teymir hest undir gömlum manni. Sveinn döggskór, hirðskáld Ólafar ríku, er kominn í Reynistaðarklaustur til að deyja. En ekki fyrr en hann hefur skrásett sannleikann um atburðina í Rifi, þegar Englendingar drápu Björn Þorleifsson, hirðstjóra konungs og eiginmann Ólafar. Vígið kveikti ófriðarbál.
Vegur allrar veraldar – skálkasaga - er sjálfstætt framhald Hamingju þessa heims – riddarasögu, sem kom út 2022.