Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Vektu ekki barnið

  • Höfundur Ágúst Borgþór Sverrisson
Forsíða bókarinnar

Ung móðir og eiginkona hverfur sporlaust vorið 1969. Smám saman afhjúpast fyrir lesendum glæpurinn sem hefur verið framinn en sögupersónurnar fá hver sína innsýn í málið, hluta af sannleikanum. Vektu ekki barnið – áleitin spennusaga með erindi.

Ung móðir og eiginkona hverfur sporlaust vorið 1969. Smám saman afhjúpast fyrir lesendum glæpurinn sem hefur verið framinn en sögupersónurnar fá hver sína innsýn í málið, hluta af sannleikanum. Vektu ekki barnið er sérstæð og grípandi spennusaga sem dregur upp mynd af fábreyttara borgarsamfélagi en við þekkjum í dag, gráleita hversdagsveröld þar sem sumir flýja inn í heim helgardjamms og einhverjir sitja uppi með sár á samviskunni sem aldrei grær.

ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON hefur áður vakið athygli fyrir smásögur sínar en hefur á seinni árum haslað sér völl sem afkastamikill blaðamaður DV, sem fjallar mikið um sakamál og aðrar skuggahliðar mannlífsins.

Vorið 1969 hverfur ung móðir og eiginkona eftir ferð á skemmtistað í Reykjavík. Smám saman afhjúpast glæpurinn fyrir lesendum. Vektu ekki barnið – áleitin spennusaga með erindi.