Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Veran í moldinni

Hugarheimur matarfíkils í leit að bata

  • Höfundur Lára Kristín Pedersen
Forsíða bókarinnar

Í Verunni í moldinni opnar knattspyrnukonan Lára Kristín Pedersen sig upp á gátt og segir af einstakri einlægni frá átakanlegri baráttu sinni við matarfíkn, sem hún hefur glímt við um árabil meðfram því að stunda íþrótt sína af kappi hér heima og erlendis.

*****„Magnað innlit í hugarheim þess sem glímir við fíkn.“ – Hrefna Rut Baldursdóttir

„Ég laumast inn til ömmu og afa, stel bíllyklunum og dríf mig í Hagkaup. Í millitíðinni hafði ég farið út í ruslatunnu og sótt brauðstangirnar. Mér fannst það ekki spennandi en amma og afi höfðu ekki átt neitt almennilegt inni hjá sér nema smá Toblerone og einhverja kökuafganga sem ég var búin að klára. Ég varð að fá eitthvað meira og tróð því ruslatunnulyktandi brauðstöngunum í mig. Skömmin við þá gjörð var mikil en það er ekki eins og ég hafi verið að gera það í fyrsta sinn.“

Með Verunni í moldinni ljær Lára baráttunni við matarfíkn mikilvæga og dýrmæta rödd. Lesendur skyggnast inn í hugarheim matarfíkils þar sem Lára skrifar í dagbókarformi um leit sína að bata, vöxtinn sem fylgdi í kjölfarið, föllin sem geta fylgt sjúkdómnum og hvernig unnt er að blómstra þrátt fyrir að glíma við fíknisjúkdóm.