Verkefna- og gæðastjórnun fyrir byggingagreinar

Handbók stjórnenda við mannvirkjagerð frá stofnun fyrirtækja til afhendingar mannvirkja

Forsíða bókarinnar

Þessi bók er hugsuð fyrir nemendur í byggingagreinum sem og stjórnendur við mannvirkjagerð. Að sögn höfundar á gæðastjórnun að vera einföld, leiðbeinandi og upplýsandi fyrir stjórnendur, starfsfólk, viðskiptavini og birgja þannig að þessir aðilar þekki til hlítar ábyrgð, hlutverk, væntingar og kröfur hver annars.

Bókin skiptist í eftirfarandi kafla:

1. Helstu hugtök verkefna- og gæðastjórnunar

2. Stofnun fyrirtækis

3. Verkefna- og gæðastjórnun

4. Hagur aðila af gæðastjórnun og vottunum

5. Innri úttektir, úrbætur og umbætur

6. Helstu ferlar til stjórnunar í mannvirkjagerð

Bókin er ásamt sérstakri verkefnabók frjáls til afnota á heimasíðu IÐNÚ útgáfu, www.idnu.is