Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Vinátta án landamæra

  • Höfundar Erna Marsibil Sveinbjörnsdóttir og Dagný Dís Jóhannsdóttir
  • Myndir Auður Elín Sigurðardóttir
Forsíða bókarinnar

Þrír krakkar hittast á fótboltavellinum við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Einn er hér á heimavelli en hinir frá Liverpool í Bretlandi og Lyngby í Danmörku. Höfundar eru Erna M. Sveinbjörnsdóttir sérkennari og Dagný Dís Jóhannsdóttir sem var í 6. bekk þegar vinna við bókina hófst. Falleg saga um vináttu óháð uppruna.

Bókin er skrifuð fyrir krakka á aldrinum 10 til 14 ára eða alla sem hafa áhuga á að efla lestrarfærni sína og hugsanlega æfa sig í ritun.

Höfundar eru Erna M. Sveinbjarnardóttir, sérkennari og Dagný Dís Jóhannsdóttir sem var í 6. bekk Holtaskóla þegar þær hófu að skrifa bókina. Myndskreytingar sér Auður Elín Sigurðardóttir um, Auðurelinart.

Sögusviðið er Reykjanesbær og atburðirnir gerast fyrstu helgina í september, á Ljósanótt og vikunni þar á eftir. Önnur sveitarfélög á Suðurnesjum koma einnig við sögu.

Þrír krakkar, einn frá Reykjanesbæ, annar frá Liverpool og þriðji frá Lyngby við Kaupmannahöfn kynnast og verða ágætir vinir. Tvö þeirra gista á tjaldstæðinu við Myllubakkaskóla en þetta byrjaði allt með einu sparki á fótboltavellinum við Holtaskóla. Fótbolti kemur nokkuð við sögu því strákarnir eru miklir fótboltagaurar.