Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Vísindafyrir­lestrar handa almenningi

  • Höfundur Hermann von Helmholtz
  • Þýðendur Jóhanna Jóhannesdóttir og Sigurður Steinþórsson
Forsíða bókarinnar

Hermann von Helmholtz er einn merkasti vísindamaður síðari alda – áhrifa hans gætir enn í fjölmörgum greinum. Það er að hluta ástæða þess að nafn hans er nú minna þekkt en margra yngri kollega hans – hann lagði grunninn sem aðrir nýttu sér. Í Vísindafyrirlestrum er að finna nokkrar lykilgreinar Helmholtz sem gefa frábæra innsýn í hraða framþróun raunvísinda á seinni hluta nítjándu aldar.