Vísindafyrirlestrar handa almenningi
Hermann von Helmholtz er einn merkasti vísindamaður síðari alda – áhrifa hans gætir enn í fjölmörgum greinum. Það er að hluta ástæða þess að nafn hans er nú minna þekkt en margra yngri kollega hans – hann lagði grunninn sem aðrir nýttu sér. Í Vísindafyrirlestrum er að finna nokkrar lykilgreinar Helmholtz sem gefa frábæra innsýn í hraða framþróun raunvísinda á seinni hluta nítjándu aldar.