Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl II. 1711‒1715

Forsíða bókarinnar

Yfirrétturinn á Íslandi starfaði á árunum 1563–1800 og var æðsta dómstig innanlands. Í öðru bindi dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1711–1715. Stór hluti skjalanna tengist rannsókn þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns á réttarfari á Íslandi. Í bindinu koma m.a. fyrir galdramál, meiðyrðamál, rekamál og deilur um málsmeðferð.

Yfirrétturinn á Íslandi starfaði á árunum 1563–1800 og var æðsta dómstig innanlands. Í þessu öðru bindi útgáfu dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1711–1715. Stór hluti skjalanna tengist rannsókn þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns á réttarfari á Íslandi. Í bindinu koma fyrir galdramál, meiðyrðamál, rekamál, deilt er um málsmeðferð, krafist embættismissis Páls Vídalíns, Oddur Sigurðsson varalögmaður er ákærður vegna framkomu hans við biskup í eftirlitsferð hans og dregnir fram athyglisverðir vitnisburðir um framferði Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups á alþingi árið 1713. Mannanafna-, staðanafna- og atriðisorðaskrár. Alþingi styrkti útgáfuna.