Útgefandi: Sögufélag og Þjóðskjalasafn Íslands

Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl III. 1716‒1732

Mál sem komu fyrir dóminn voru margvísleg. Tvær konur voru sakaðar um að deyða börn sín í fæðingu og dæmdar til dauða. Snæbjörn Pálsson uppnefndi kaupmanninn í Dýrafirði Lúsa-Pétur sem dró mikinn dilk á eftir sér. Auk þess birtast hér ásakanir um falskt þingsvitni og embættismissi sýslumanns, deilur um reka, þjófnaðarmál og drykkjulæti í kirkju.