Yfirkennarinn
Afmælisrit til heiðurs Sigurði J. Grétarssyni
Greinarnar sem hér birtast fjalla meðal annars um læsi, spilafíkn, áföll, mótþróaþrjóskuröskun, taugavísindi, núvitund og sögu sálfræðinnar – og draga upp mynd af manni sem hefur haft djúpstæð áhrif á bæði nemendur og fræðasvið sitt. Í bókinni er jafnframt fjallað um hlutverk leiðbeinandans og mikilvægi kennslunnar.