Yfirkennarinn

Afmælisrit til heiðurs Sigurði J. Grétarssyni

Forsíða kápu bókarinnar

Greinarnar sem hér birtast fjalla meðal annars um læsi, spilafíkn, áföll, mótþróaþrjóskuröskun, taugavísindi, núvitund og sögu sálfræðinnar – og draga upp mynd af manni sem hefur haft djúpstæð áhrif á bæði nemendur og fræðasvið sitt. Í bókinni er jafnframt fjallað um hlutverk leiðbeinandans og mikilvægi kennslunnar.

Afmælisrit þetta markar sjötugsafmæli Sigurðar og jafnframt starfslok hans. Af þessu tilefni sameinast fyrrum nemendur hans og samstarfsfólk um að varpa ljósi á fjölbreyttan og víðfeðman fræðilegan áhuga hans. Greinarnar sem hér birtast fjalla meðal annars um læsi, spilafíkn, áföll, mótþróaþrjóskuröskun, taugavísindi, núvitund og sögu sálfræðinnar – og draga upp mynd af manni sem hefur haft djúpstæð áhrif á bæði nemendur og fræðasvið sitt.

Sigurður hefur í áratugi verið einn ástsælasti kennari Sálfræðideildar Háskóla Íslands. Í bókinni er því jafnframt fjallað um hlutverk leiðbeinandans og mikilvægi kennslunnar. Í lokin stígur Sigurður sjálfur fram og rifjar upp eigið ævistarf, með áherslu á kennslu og leiðarljós hans í starfi.