Höfundur: Anton Helgi Jónsson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Ég hugsa mig Nokkur ljóðaljóð og sagnir | Anton Helgi Jónsson | Forlagið - Mál og menning | Hér er á ferðinni ellefta bók skáldsins Antons Helga sem kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans. Þetta er vegleg og falleg ljóðabók með ríkulegum myndskreytingum í lit eftir listakonuna Sossu, gerðum sérstaklega fyrir þessa útgáfu. |
| Þykjustuleikarnir | Anton Helgi Jónsson | Forlagið - Mál og menning | Í þessari ljóðabók er okkur boðið í sirkus þar sem fer fram samfelld dagskrá og alls konar persónur, misjafnlega kunnuglegar, eru kynntar til leiks. Leikur með gervi og raddir endurspeglast að nokkru í útliti og uppsetningu þessarar nýstárlegu ljóðabókar eftir eitt af okkar vinsælustu og listfengustu skáldum. |