Höfundur: Áslaug Jónsdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Allt annar handleggur | Áslaug Jónsdóttir | Dimma | Þegar teiknari og rithöfundur verður fyrir því óláni að handleggsbrotna eru góð ráð dýr. Í þessu tilfelli varð óhappið kveikjan að myndasyrpu með 34 persónum, en leikmunir voru sóttir í ýmsar ruslakistur og hirslur á heimilinu. Við þessa flóru bættust síðan limrur til að túlka mismunandi persónur. Óvenjuleg og bráðfyndin bók! |
| Skrímslakisi | Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güttler og Rakel Helmsdal | Forlagið - Mál og menning | Skrímslakisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur kisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult? Áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar. |
| Skrímslaleikur | Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güttler og Rakel Helmsdal | Forlagið - Mál og menning | Litla skrímslið og stóra skrímslið eru að bauka eitthvað saman í leyni. En þegar loðna skrímslinu er boðið til leiks finnur það hvergi vini sína! Skrímslaleikur er tíunda bókin um skemmtilegu skrímslin sem slegið hafa í gegn hjá litlum bókaormum, og hér búa þau til leikhús! |
| Skrímslaleikur | Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güttler og Rakel Helmsdal | Forlagið - Mál og menning | Litla skrímslið og stóra skrímslið eru að bauka eitthvað saman í leyni. En þegar loðna skrímslinu er boðið til leiks finnur það hvergi vini sína! Skrímslaleikur er tíunda bókin um skemmtilegu skrímslin sem slegið hafa í gegn hjá litlum bókaormum, og hér búa þau til leikhús! |
| Skrímslaveisla | Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güttler og Rakel Helmsdal | Forlagið - Mál og menning | Skrímslaveisla er ellefta bókin um skrímslavinina en sögurnar um litla, stóra og loðna skrímslið hafa komið út á fjölda tungumála, hvarvetna vakið hrifningu og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Hér halda skrímslin áfram að heilla börn og fullorðna og bjóða til veislu! |
| Til minnis: | Áslaug Jónsdóttir | Forlagið - Mál og menning | Til minnis: er fyrsta ljóðabók Áslaugar Jónsdóttur sem getið hefur sér gott orð sem höfundur myndlýstra barnabóka, leikrita og margs konar bókverka. Ljóðin birta sterkar augnabliksmyndir af náttúru og mannlífi, bæði í iðandi borg og úti í náttúrunni, allan ársins hring. |