Höfundur: Beeke Stegmann

Structural alteration

of Manuscripts in the Arnamagnæan Collection

Beeke Stegmann rannsakar í þessari bók vinnubrögð Árna Magnússonar en hann tók í sundur handrit sem hann hafði safnað, endurraðaði hlutunum og lét binda að nýju. Lesendur fá ekki aðeins betri skilning á sögu handritanna í safni Árna heldur varpar höfundur einnig ljósi á starfshætti eigenda handrita og umsjónarmanna fyrr á tíð.