Höfundur: Benedikt Hjartarson

Huldukerfi heimsbókmenntanna

Skyggnst inn í bókakost íslenska esperantosambandsins

Huldukerfi heimsbókmenntanna er safn pistla um valdar bækur í einstöku bókasafni íslensku esperantohreyfingarinnar. Pistlarnir varpa ljósi á fjölskrúðuga bókaútgáfu á alþjóðamálinu og þá ólíku hugmynda- og menningarstrauma sem borist hafa hingað til lands með útgáfustarfsemi esperantista sem nær aftur til ársins 1887.