Höfundur: Brynja Cortes Andrésdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Borgirnar ósýnilegu | Italo Calvino | Ugla | Í þessari einstöku skáldsögu ræða saman Marco Polo og kínverski keisarinn Kublai Khan. Ítalski landkönnuðurinn lýsir fyrir gestgjafa sínum með töfrandi hætti hverri borginni af annarri í ríki keisarans – en smám saman kemur í ljós að hann er í raun aðeins að lýsa einni borg, hinni undursamlegu heimabyggð hans sjálfs, Feneyjum. |
Sælureitur agans | Fleur Jaeggy | Ugla | 14 ára stúlka hefur varið hálfu lífi sínu í heimavistarskólum í Ölpunum en bíður þess eins að vistinni ljúki svo hið sanna líf geti hafist. Tíminn líður hægt við fullkomna náttúrufegurð og lífsleiða. Hún laðast að skólasystur sem þekkir lífið utan heimavistarskóla ... Einstök skáldsaga um sakleysi æskuára og ógnir fullorðinsára, listilega skrifuð. |