Þegar ástin deyr
Sumt fólk er ætlað hvort öðru.
Þegar Fran og Will hittast sem börn vita þau um leið að þau eru ætluð hvort öðru. Í ellefu ár eru þau óaðskiljanleg en þegar þau eru átján ára flytur Will í burtu og hverfur úr lífi Fran. Tuttugu og fimm árum síðar er Will kominn aftur. Eru forlögin að reyna að gefa þeim annað tækifæri?