Útgefandi: Drápa

Síða 1 af 2

Allt um fótboltaheiminn

Búðu þig undir að fara í langa og spennandi fótboltaferð um rúm og tíma. Þú munt heimsækja allar heimsálfur fótboltans, skoða stærstu leikvangana, mæta á bestu leiki sögunnar, sjá frægustu mörkin, dást að stærstu stjörnunum og þú átt eftir að lesa margar ótrúlegar sögur frá öllum heimshornum. Góða skemmtun! 

Ævintýri Freyju og Frikka Drottningin af Galapagos

Hér segir frá ævintýraferð systkinanna Freyju og Frikka til Galapagoseyja með pöbbum sínum. Þar dvelja þau um borð í bátnum Drottningunni af Galapagos ásamt ferðalöngum frá öllum heimshornum. Brátt fara undarlegir atburðir að gerast og ljóst er að eitthvað gruggugt á sér stað um borð, eitthvað sem tengist sérstöku dýralífi eyjanna.

Góða nótt

Hreyfiflipar til að opna og loka augum allra sem eru að fara að sofa.

Yndisleg bók til að skoða fyrir svefninn. Á kvöldin kemur tunglið fram og sendir okkur í draumalandið. Ssshhh! Nú eiga allir að fara að sofa. Notaðu hreyfiflipana til að opna og loka augum allra sem eru að fara að sofa. Eftir sömu verðlaunahöfunda og Húsið hennar ömmu, Húsið hans afa, Hræðileg gjöf, Hræðileg veisla og Hræðilegt hús....

Hræðileg veisla

Hér verður boðið upp á veislumat sem þú hefur aldrei séð áður! Þessi bók er bráðfyndin og hryllileg. Undir stórum flipum er hægt að sjá uppáhaldsrétti allra verstu skrímslanna úr uppáhalds ævintýrunum þínum! Hinn heimsfrægi matreiðslumeistari Leó Gúttó útbýr veislu sem svo sannarlega er við hæfi skrímslanna.

Hyldýpi

Hyldýpi er spennutryllir sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu. Dögg Marteinsdóttir er ungur læknir sem starfar í Súdan. Kristján er nýbúinn að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík en verkefnin láta á sér standa. Pawel á von á barni með ungri íslenskri kærustu. Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman.

Litaskrímslið Læknirinn: sérfræðingur í tilfinningum

Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum. Litaskrímslið hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta sig á hvernig henni líður og að læra að segja nei! Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim!

Ragnarök undir jökli

Þegar Magnea Ísaksdóttir, blaðamaður Kroníkunnar, heimsækir höfuðvígi umdeilds ásatrúarsafnaðar undir Tindfjallajökli flækist hún í háleitar fyrirætlanir allsherjargoðans, Óðins Jónssonar. Óðinn trúir því að söfnuðurinn sæti ofsóknum yfirvalda og að kominn sé tími til að spyrna við fótum. Áður en Magnea veit af er hún í auga storms sem eirir engu.