Niðurstöður

  • Drápa

Ást

„24 tímar, brúðkaup, fjölskylda, allt er í stakasta lagi. Símtal og allt fer úrskeiðis. Lífið byrjar.“ Ást er tilfinningaþrungin og gáskafull saga sem fangar hug lesenda sinna.

Bréfið

Tina Craig þráir að losna frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum. Hún vinnur myrkranna á milli til að safna fé svo að hún geti farið frá honum og er auk þess í sjálfboðavinnu í nytjaverslun. Hún finnur gamalt bréf í not-uðum jakkafötum í búðinni. Tina opnar bréfið - og allt breytist.

Ég verð hér

Trina þarf að fást við fastista sem banna henni að kenna á þýsku, stíflu sem hugsanlega drekkir þorpinu hennar og heimstyröld sem tekur son hennar og mann frá henni. Þegar dóttir hennar hverfur gefur hún aldrei upp von um að finna hana aftur. Margverðlaunuð bók sem hefur farið sigurför um heiminn.

Fimmtudags­morðklúbburinn

Þegar hrottalegt morð á sér stað á þröskuldinum hjá áhguafólki um morðmál er Fimmtudagsmorðklúbburinn allt í einu kominn með glóðvolgt mál að leysa. Þótt Elizabeth, Joyce, Ibrahim og Ron séu að nálgast áttrætt eru þau ekki dauð úr öllum æðum. Sló öll sölumet í Bretlandi þegar hún kom út!

Fótbolti - allt um hinn fagra leik

Viltu vita allt um fótboltann? Hér er farið yfir allt sem viðkemur fótboltanum, frá uppruna leiksins til upplýsinga um öll helstu mót heims og um bestu liðin. Glæsilega myndskreytt með meira en 200 ljósmyndum.

Fyrsta málið

Á dimmum og köldum desembermorgni kemur rannsóknar­fulltrúinn Kim Stone inn á lögreglustöðina í Halesowen. Hún er að fara að hitta nýja liðið sitt í fyrsta sinn. Fórnarlambið í næsta máli er sömuleiðis að fara að hitta morðingja sinn ...

Hjartað mitt

Hjartað mitt litla er heimur, einn himinvíður geimur. Sem hljóðfæri hjarta mitt er sem leikur á líðan mín hver. Ljóðabarnabók um tilfinningar í snilldarlegri þýðingu Hallgríms Helgasonar rithöfunds.

Ísadóra Nótt á afmæli

Mamma hennar er álfur og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af þessu báðu. Ísadóru finnst afar gaman í veislum hjá mannfólki og nú ætlar hún sjálf að halda veislu! En þar sem foreldrar hennar sjá um skipulagið verður veislan sennilega mjög frábrugðin öðrum veislum sem hún hefur farið í …

Ísadóra Nótt fer í skóla

Hálf vampíra, hálfur álfur, fullkomlega einstök! Hún hrífst af nóttinni, leðurblökum og svarta ballettpilsinu sínu en þykir líka vænt um sólina, töfrasprotann sinn og Bleiku kanínu. Þegar Ísadóra á að fara í skóla er hún ekki viss um hvar hún tilheyri – í álfaskólanum eða vampíruskólanum.

Ísadóra Nótt fer í útilegu

Mamma hennar er álfur og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af hvoru tveggja. Þegar þau fara í útilegu við ströndina gerast því auðvitað atburðir sem eru ekki alveg venjulegir. Allt frá því að grilla sykurpúða á báli til þess að vingast við hafmeyju – ævintýrin ekki langt undan!

Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna

Leyndardómurinn um yfirgefna hundakúkinn

Abelína, Karólína og Rósalína eru ekki dæmigerðar ömmur. Þess vegna ætla þær komast að því hver á hundinn sem kúkar fyrir utan dyrnar á hverjum degi. Óvænt trufla þær fyrirhugað bankarán. Sprenghlægilegt ævintýri, æsispennandi og lúmskt - mjög lúmskt.

Hæ Sámur

Litla bókin um Sámsknús

Vinalegi hundurinn Sámur hvetur börn til þess að kanna umhverfi sitt og takast á við verkefni í sameiningu. Langbesta leiðin til að sýna einhverjum hvernig manni líður er með stóru Sámsknúsi!

PAX 5 - Draugurinn

„Þið ... drápuð ... okkur.“ Lúsíuhátíðin er framundan, en engan getur grunað hversu hryllileg hún verður. Saklaus leikur verður skyndilega hættulegur þegar dyr opnast inn í annan heim og þrír draugar fara að herja á bæinn.

Handbók fyrir ofurhetjur

Sjötti hluti - Vonlaust

Rósahæð er í áfalli. Sjö börn í viðbót hafa horfið sporlaust og fólk er bæði hrætt og reitt. Af hverju gera lögreglan og Rauðan gríman ekki neitt? Getur bærinn ekki stólað á ofurhetjuna sína? Lísa og félagar eru þó að vinna í leyni en það er eitthvað sem gengur ekki upp.

Sonur minn

Á bakvið brosmilt yfirborðið leynist mjög viðkvæmur heimur, eins og völundarhús sem geymir leyndardóm sem þarf að leysa. Þrautin inniheldur föður í kreppu, fjarverandi móður, forvitinn kennara, besta vininn og sálfræðing sem reynir að púsla saman vísbendingum – um einhvern sem er í stórhættu. Sonur minn er einstaklega vell skrifuð saga sem lesandinn gleymir sér í. Spenn...

Hæ Sámur

Stóra merkja­bókin

Vilt þú vinna þér inn Sámsmerki? Þessi bók er smekkfull af allskonar merkjum, límmiðum og leikjum. Fylgdu leiðbeiningum Sáms og skelltu þér í fjörið. Hver síða er ævintýri líkust með allskyns skemmtilegheitum, litríkum merkjum og límmiðum. Auk þess fylgir verðlaunaspjald fyrir límmiðana.

Vala víkingur og epli Iðunnar

Nú eru Vala víkingur og skipið hennar Breki dreki komin í hann krappan! Gyðjan Iðunn lendir óvænt um borð með gulleplin sín, hundelt af þursinum Þjassa og lævísa guðinum Loka. En af hverju vilja þeir epli Iðunnar og hvað getur Vala gert til að stoppa þá? Vala Víkingur er sjálfstæð og góðhjörtuð stelpa sem ferðast um heima norrænu goðafræðinnar og lendir í stórkostlegum, spenn...

Veiði, vonir og væntingar

Hér er komin hin fullkomna bók fyrir laxveiði-fólkið! Farið er vel yfir ólíka veiðitækni og hvernig setja eigi í og landa laxi. Þá eru í bókinni meira en 50 ómissandi flugur og að sjálfsögðu fylgja veiðisögur, mátulega ýktar. Ómissandi bók fyrir alla sem hafa áhuga á laxveiði!