Höfundur: Dagur Hjartarson

Frumbyrjur

Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ljósagangur Dagur Hjartarson Forlagið - JPV útgáfa Við Hringbraut fer að heyrast undarlegur niður og smám saman fjölgar dularfullum fyrirbrigðum. Vísindamenn standa á gati. Hlutabréfamarkaðurinn tekur dýfu. Ljóðabækur yfirtaka metsölulistana. Kettir hverfa unnvörpum. Og ástin blómstrar hjá ungu pari í Hlíðunum. Þegar eðlisfræðin og ljóðið mætast verður til Ljósagangur, skáldsaga engri lík.
Sporðdrekar Dagur Hjartarson Benedikt bókaútgáfa Meistaralega fléttuð skáldsaga um leyndarmál og svik, ástir og vináttu. Föstudagsmorgunninn 28. október: Fyrir utan bárujárnshús í Hafnarfirði bíður maður í felum. Hann er nýkominn til landsins, skelfur af kulda og er að hefja eftirförina. Þetta er afmælisdagurinn hennar Stellu og hún hefur slæma tilfinningu fyrir kvöldinu. Svo byrjar að snjóa.