Höfundur: Ester Hilmarsdóttir

Sjáandi

Þegar dularfull spákona úr austri birtist í friðsælum dal í íslenskri sveit fara ævintýralegir hlutir að gerast og allt sem áður var fer úr skorðum. Saman við komu spákonunnar fléttast barátta kotbænda við auðvaldið úr nærliggjandi kaupstað, hrifnæmni fjósastráks, forboðnar ástir heimasætu og förukona sem enginn veit hvort er að koma eða fara.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fegurðin í flæðinu Ester Hilmarsdóttir Bókaútgáfan Sæmundur Fegurðin í flæðinu fjallar um blæðingar, allt frá fyrsta dropa til hins síðasta. Hér er farið yfir allt frá eftirvæntingunni sem því fylgir að byrja á fyrstu blæðingum til ergelsis, bakverkja og magakrampa. Ekkert er dregið undan.