Höfundur: Eyrún Ósk Jónsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Í svartnættinu miðju skín ljós Ljóðaviðtöl Eyrún Ósk Jónsdóttir Bjartur "Síðustu mánuði hef ég átt samræður við fjölda ólíkra einstaklinga, áhugavert fólk sem hefur treyst mér fyrir sögum sínum, frásögnum sem hreyfðu við hverri taug. Í þessari bók hef ég reynt að gera þessum einstöku sögum skil í ljóðaformi. Hvert ljóð er merkt manneskjunni sem á frásögnina."
Baráttan fyrir mannúðlegu samfélagi Samræður um frið Daisaku Ikeda Sögur útgáfa Í þessu fallega ritgerðasafni fjallar japanski friðarfrömuðurinn Daisaku Ikeda um kynni sín af nokkrum helstu málsvörum friðar og mannréttinda, m.a. þeim Rosu Parks, Nelson Mandela, Linus Pauling og fleirum sem höfðu áhrif á hann og hans eigin friðarbaráttu. Verk Ikeda hafa verið þýdd á fimmtíu tungumál og nú loks einnig á íslensku.
Stórsæ stjarnfræðileg fyrirbæri Eyrún Ósk Jónsdóttir Bjartur Eyrún Ósk Jónsdóttir, handhafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar, yrkir hér um föðurmissi, afstæði tíma og rúms, og hvernig megi lifa af missi sem líkist því þegar reikistjarna hverfur af himni. En líka um það sem yfirstígur tíma og rúm, kærleikann, fegurðina og ástina og þá töfra lífsins sem mikilvægt er að við förum ekki á mis við.