Höfundur: George Orwell

1984

NÍTJÁN HUNDRUÐ ÁTTATÍU OG FJÖGUR – Ný útgáfa

Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni. Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston Smith þá dauðasynd að reyna að skapa sér sjálfstæða vitund. Honum tekst um skeið að halda dagbók og njóta forboðinnar ástar ...

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
1984 NÍTJÁN HUNDRUÐ ÁTTATÍU OG FJÖGUR – Ný útgáfa George Orwell Ugla Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni. Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston Smith þá dauðasynd að reyna að skapa sér sjálfstæða vitund. Honum tekst um skeið að halda dagbók og njóta forboðinnar ástar ...
Dýrabær George Orwell Hið íslenska bókmenntafélag Dýrabær eftirGeorge Orwell má teljast ein af máttugustu skáldsögum 20. aldar. Þykir hún eitt besta dæmi bókmenntasögunnar um ádeilu sem heppnast,að vera á yfirborðinu auðskilið ævintýri sem allir geta lesið sér til ánægju, en felur jafnframt í sér hvassa gagnrýni með tilvísun í stjórnmál samtíma síns og stóratburði í mannkynssögunni.
Lofgjörð til Katalóníu George Orwell Ugla Í þessari bók lýsir breski rithöfundurinn George Orwell reynslu sinni úr borgarastyrjöldinni á Spáni þar sem hann barðist sem sjálfboðaliði með sveitum sósíalista á árunum 1936–1937. Sú reynsla mótaði stjórnmálaskoðanir hans það sem eftir var ævinnar og gerði hann að hörðum andstæðingi alræðis.