1984

NÍTJÁN HUNDRUÐ ÁTTATÍU OG FJÖGUR – Ný útgáfa

Forsíða bókarinnar

Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni. Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston Smith þá dauðasynd að reyna að skapa sér sjálfstæða vitund. Honum tekst um skeið að halda dagbók og njóta forboðinnar ástar ...

NÍTJÁN HUNDRUÐ ÁTTATÍU OG FJÖGUR – Ný útgáfa

En „Hugsanalögreglan“ og „Stóri bróðir“ eru alltumlykjandi. Hrollvekjandi framtíðarsaga sem á ekki síður erindi nú en þegar hún var rituð fyrir nær sjötíu árum.

George Orwell (1903–1950) var einn snjallasti rithöfundur Englendinga á 20. öld. Hann var afkastamikill ritgerðahöfundur og skrifaði meðal annars tvær af frægustu skáldsögum aldarinnar, Animal Farm og 1984.