Guðni – Flói bernsku minnar
Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi. Hér sest hann upp í bíl og býður lesandanum í ferð á vit æskustöðvanna í fortíð og nútíð. Guðni segir sögur af fólki, jafnt kynlegum kvistum sem virðulegum stórmennum. Guðni er einlægur í frásögnum sínum en glettnin er aldrei langt undan.