Höfundur: Guðjón Ragnar Jónasson

Forystufé og fólkið í landinu

Íslenskar sauðkindur eru fagrar og harðgerðar. En málið er ekki alveg svo einfalt. Þær geta verið tvenns konar: forystufé og annað fé. Forystufé hefur fylgt íslensku þjóðinni allt frá landnámi og hafa bændur í gegnum aldirnar notfært sér einstaka hæfileika þess. Hér er að finna aðgengilegan fróðleik og fjölda sagna um þessar sérstöku kindur.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Guðni á ferð og flugi Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson Veröld Hér fer Guðni með lesandann í ferðalag um hinar dreifðu byggðir Íslands og heimsækir fólk af öllu tagi sem á það sameiginlegt að vera skemmtilegir og forvitnilegir viðmælendur. Í þessum heimsóknum er Guðni yfir og allt um kring og hin landskunna „guðníska“ skýtur hvað eftir annað upp kollinum.
Guðni – Flói bernsku minnar Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson Veröld Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi. Hér sest hann upp í bíl og býður lesandanum í ferð á vit æskustöðvanna í fortíð og nútíð. Guðni segir sögur af fólki, jafnt kynlegum kvistum sem virðulegum stórmennum. Guðni er einlægur í frásögnum sínum en glettnin er aldrei langt undan.
Mennirnir með bleika þríhyrninginn Frásögn homma af vist sinni í fangabúðum nasista á árunum 1939-1945 Heinz Heger Sögufélag Vitnisburðir um líf samkynhneigðra í fangabúðum nasista sem hefur haft ómæld áhrif víða um heim. Þetta er frásögn af mannlegri grimmd og niðurlægingu en líka mögnuð saga um mannlegt þrek og þolgæði, skráð af brennandi þörf til að miðla reynslu sem heimurinn vildi lengi ekkert vita af. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ritar ítarlegan eftirmála.
Sumarið í sveitinni Guðjón Ragnar Jónasson og Harpa Rún Kristjánsdóttir Veröld Bráðskemmtileg og lærdómsrík bók um lífið í sveitinni. Fjölmargar spurningar og svör um húsdýrin og sveitastörfin, auk margvíslegs fróðleiks í máli og myndum.