Höfundur: Guðmundur Magnússon
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Með skýra sýn | Guðmundur Magnússon | Almenna bókafélagið | Endurminningar Magnúsar Gústafssonar, fyrrum forstjóra Hampiðjunnar og Coldwater Seafood í Bandaríkjunum eru um margt mjög áhugaverð lesning um líf manns sem var sendur ungur í fóstur en braust af dugnaði til bjargálna. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur skrifar hér lipurlega um stórmerkilegan feril manns sem var í mörgu brautryðjandi í viðskiptum. |
| Séra Friðrik og drengirnir hans Saga æskulýðsleiðtoga | Guðmundur Magnússon | Ugla | Í þessari viðamiklu ævisögu segir frá æskulýðsleiðtoganum dáða, séra Friðriki Friðrikssyni (1868–1961). Hann ólst upp við sára fátækt en braust með harðfylgi til mennta og gerðist prestur. Hann bjó yfir miklum persónutöfrum – og drengir og piltar tóku snemma að hópast um hann. |
| Talandi steinar | Guðmundur Magnússon | Bjartur | Ljóðabálkurinn Talandi steinar lýsir dvöl á geðdeild og glímu við erfiðar tilfinningar. Þessi áhrifamikla bók hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2022 og segir í umsögn meðal annars: "Þetta heildstæða verk býr yfir framvindu um leið og hvert ljóð stendur sjálfstætt sem sjónhending inn í tilveru þeirra sem glíma við geðsjúkdóma." |