Höfundur: Guðmundur Ólafsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Sálarangist Steindór Ívarsson Storytel Original Séra Sturla Bjarnason er kominn inn á hjúkrunarheimili eftir að hafa orðið fyrir slysi. Minningarnar sækja á hann, eftirsjá, sorg og leyndarmál sem hafa verið grafin í áratugi. Hann þráir að létta á sálarangist sinni. Átakanleg saga um erfiðar ákvarðanir, sekt og áföll, fegurð og ást, líf og dauða.
Trölladans Friðrik Sturluson og Guðmundur Ólafsson Storytel Original Jonni neyðist til að fara með pabba sínum á fund í gömlum sveitabæ þvert gegn vilja sínum. Á meðan Jonni bíður eftir að fundurinn klárist ráfar hann upp í fjallið Tröllahyrnu fyrir ofan bæinn og festist í gjótu. Sem betur fer kemur Tóta honum til bjargar en hún reynist vera tröllastelpa sem býr í Tröllabyggð ásamt öllum hinum tröllunum.