Höfundur: Hjalti Halldórsson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Af hverju ég? | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Ég heiti Egill og ég er að mörgu leyti ósköp venjulegur ellefu ára strákur. Kannski svolítið betur gefinn en flestir. Samt er ég alltaf að lenda í veseni. |
| Bannað að vekja Grýlu | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Fjör á hrekkjavöku! Jólasveinarnir hafa verið ósköp prúðir síðustu áratugina. En þegar Stekkjastaur fréttir af hrekkjavökunni rifjast upp fyrir honum hvað þeir bræður voru áður miklir hrekkjalómar. Ó, þvílíkt fjör hjá þeim ... en bæjarbúar eru ekki eins ánægðir ... |
| Draumurinn | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Atvikið sem breytti lífi mínu átti sér stað viku áður en Íslandsmótið í 4. Flokki hófst. Refsingin virtist í fyrstu alveg hræðileg og gera endanlega út um drauminn ... en reyndist síðan það besta sem hefur komið fyrir mig. Alveg þangað til ég ákvað að hætta í fótbolta. |
| Eldurinn | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Hefur þig alltaf langað að leika lausum hala í skólanum eftir lokun? Fara í feluleik, setja teiknibólu í kennarastólinn, aftengja skólabjölluna. Halla, Hildigunnur, Kári og Skarpi eru ein í skólanum, hvert með sína ástæðu. Það stóð samt aldrei til að kveikja í … eða hvað? Æsispennandi unglingabók! |
| Ljósaserían Gestur úr geimnum | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Í Ljósaseríunni eru myndskreyttar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndskreytum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil. |
| Hinn eini sanni jólasveinn | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Jólympíuleikarnir! Matthildur var svo viss um að það væri frábær hugmynd að láta jólasveinana keppa í alls konar jólaþrautum í sjónvarpinu. Þá myndu þeir hætta að rífast um hver væri mestur og bestur. Jólaandinn færðist aftur yfir bæinn og pabbi héldi starfinu hjá sjónvarpsstöðinni. En núna er allt farið í vaskinn. |
| Lending | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Flugvélin hristist og skelfur. Allt leikur á reiðiskjálfi. Hávaðinn er ærandi, hlutir kastast til og frá... Þannig hefst sagan um Kareem sem kom til Íslands eftir lengsta ferðalag í heimi, kastaði upp, lærði að telja á dönsku, gleymdi því strax, eignaðist vini og óvin, var sakaður um þjófnað og barðist við að týna ekki voninni. |
| Ofurhetjan | Bókabeitan | Gulla dreymir um að verða eitthvað meira en ósköp venjulegur drengur. Með hjálp Helgu vinkonu sinnar uppgötvar hann óvænt áður óþekktan hæfileika sem breytir lífi hans. | |
| Ljósaserían Veran í vatninu | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.isVatnið í sveitinni er orðið skærgrænt og Jónas frændi fær Dísu og Dreng með sér í rannsóknarleiðangur. Dísa er sannfærð um að ástæðan sé sú að í vatninu búi geimvera. Því trúir reyndar enginn svo hún verður að taka málin í eigin hendur. Við sögu koma draugar og kleinur. Og mýflugur. Mjög, mjög mikið af mýflugum! |
| Ys og þys út af ... öllu | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Ys og þys út af ÖLLU er bráðfjörug saga um vináttu, svik, hrekki, hefnd og svolítið um ástina. |