Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hinn eini sanni jólasveinn

Forsíða kápu bókarinnar

Jólympíuleikarnir! Matthildur var svo viss um að það væri frábær hugmynd að láta jólasveinana keppa í alls konar jólaþrautum í sjónvarpinu. Þá myndu þeir hætta að rífast um hver væri mestur og bestur. Jólaandinn færðist aftur yfir bæinn og pabbi héldi starfinu hjá sjónvarpsstöðinni. En núna er allt farið í vaskinn.

Jólasveinarnir virðast gjörsamlega vanhæfir. Jólaandinn er víðs fjarri og pabbi ræður ekki neitt við neitt.Það allra versta er þó að hinn víðsjárverði viðskiptajöfur Jón Jóhann Jónsson ætlar, með sínu rosalegasta ráðabruggi til þessa, að vinna keppnina og stela sjálfum jólunum!

Matthildur, Skyrgámur og vinir þeirra þurfa aldeilis að taka á honum stóra sínum. Jólin eru í húfi!