Höfundur: Ísak Harðarson

Doggerland Að duga eða drepast

Á sólríkum degi koma íbúar Doggerlands saman við höfnina. Gleðin breytist í martröð þegar skotið er á fólk en byssumaðurinn finnst síðan látinn. Karen Eiken Hornby, sem er komin átta mánuði á leið, er ákveðin í að komast að því hvað bjó að baki árásinni. Um leið stofnar hún lífi sínu og annarra í hættu. Þetta er fjórða bókin í Doggerland-seríunni.

Ró í beinum

Ljóðaþykkni 1982–2022

Úrval ljóða Ísaks sem hann valdi sjálfur og gekk frá til útgáfu skömmu áður en hann lést síðasta vor. Ísak hafði verulega sérstöðu sem ljóðskáld. Hann orti íhugul, trúarleg og heimspekileg ljóð sem stundum lýsa örvæntingu og einmanaleika en einnig von og gleði; í þeim má oft finna óvæntar myndir, gáska og kraft. Andri Snær Magnason ritar eftirmála.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Doggerland Að duga eða drepast Maria Adolfsson Forlagið - JPV útgáfa Á sólríkum degi koma íbúar Doggerlands saman við höfnina. Gleðin breytist í martröð þegar skotið er á fólk en byssumaðurinn finnst síðan látinn. Karen Eiken Hornby, sem er komin átta mánuði á leið, er ákveðin í að komast að því hvað bjó að baki árásinni. Um leið stofnar hún lífi sínu og annarra í hættu. Þetta er fjórða bókin í Doggerland-seríunni.
Arfur og umhverfi Vigdis Hjorth Forlagið - Mál og menning Þegar foreldrar Bergljótar ákveða að yngri dæturnar fái sumarbústaði fjölskyldunnar í fyrirframgreiddan arf, en í staðinn fái hún og bróðir hennar peninga langt undir virði bústaðanna, fara í gang erfðadeilur sem leiða af sér átakamikið fjölskylduuppgjör. er þekktasta verk Vigdisar Hjorth og hefur hlotið fjölmörg verðlaun.
Eftirlifendurnir Alex Schulman Forlagið - Mál og menning Þrír bræður heimsækja yfirgefið kot á afskekktum stað, þar sem þeir dvöldu í barnæsku, til að uppfylla hinstu ósk móður sinnar. Um leið þurfa þeir að horfast í augu við undarlegan uppvöxt og rifja upp sársaukafullan atburð sem hefur haft mikil áhrif á líf þeirra.
Hitinn á vaxmyndasafninu Sjö nútíma­kraftaverka­sögur Ísak Harðarson Forlagið - JPV útgáfa Kraftaverk nútímans láta ekki alltaf mikið yfir sér. Stundum varpar óvænt atburðarás eða óútskýrt atvik nýju ljósi á allt sem var og er og verður, eða fólk kemur auga á samhengi sem umturnar lífi þess. Ísak Harðarson skrifar hér af djúphygli og hlýju um furður tilverunnar í snjöllum og gáska­fullum smásögum um leitina sígildu að sann­lei...
Milli steins og sleggju Maria Adolfsson Forlagið - JPV útgáfa Heimsfræg poppstjarna er stödd á Doggerlandi við upptökur á nýrri plötu. En rétt áður en upptökunum lýkur hverfur hún sporlaust. Á sama tíma tekur hrottafenginn kynferðisafbrotamaður upp þráðinn í höfuðborginni. Karen Eiken Hornby þarf því að kljást við tvö snúin sakamál í einu. Þetta er þriðja bókin í Doggerland-seríunni vinsælu.
Spegilmennið Lars Kepler Forlagið - JPV útgáfa Ung kona hverfur á leiðinni heim úr skólanum og finnst myrt á hrottalegan hátt fimm árum síðar í miðjum Stokkhólmi. Eina vitnið glímir við algjört minnisleysi. Þetta er áttunda bókin um Joona Linna sem á aðdáendur um allan heim, enda standast fáir Kepler snúning þegar kemur að æsispennandi og hrollvekjandi glæpasögum.
Stórstreymi Cilla Börjlind og Rolf Börjlind Forlagið - JPV útgáfa Árið 1987 er morð framið í flæðarmálinu á sænskri eyju. Fórnarlambið er ung ófrísk kona sem enginn ber kennsl á. Árið 2011 velur ungur lögreglunemi, Olivia Rönning, málið sem verkefni í lögregluskólanum. Fyrr en varir er hún komin á kaf í þessa dularfullu morðgátu. Það flækir málið enn frekar að Tom Stilton, sem rannsakaði málið, finnst hvergi.
Stuldur Ann-Helén Laestadius Forlagið - JPV útgáfa Samastúlkan Elsa verður vitni að því þegar sænskur granni drepur hreindýrskálfinn hennar. Hún segir ekki frá enda skiptir lögreglan sér ekki af því þótt Samar verði fyrir tjóni og grannarnir hæðast að menningu þeirra. Þegar Elsa vex úr grasi berst hún gegn misréttinu en þá vitjar fortíðin hennar. Höfundur byggir söguna á raunverulegum atburðum.