Höfundur: Jón Jónsson

Gömlu íslensku jólafólin

Fróðleikur og ljótar sögur

Í gamla daga voru sagðar margar ljótar sögur um Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og jólaköttinn. Grýla hefur t.d. búið með sex ferlegum tröllkörlum og Leppalúði haldið framhjá kerlu sinni. Jólasveinarnir eru mun fleiri en þrettán og stundum var sagt að þeir fitnuðu af blótsyrðum. Flotnös og Lungnaslettir koma ekki lengur til byggða, sem betur fer.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Myndir og minningar af Ströndum Sauðfjársetur á Ströndum Í bókinni er sagt frá lífinu á Ströndum frá ólíkum sjónarhornum. Yfir 40 einstaklingar rifja upp minningar í stuttum þáttum og velja ljósmynd til að birta með. Hér er að finna skemmtilegar og fjölbreyttar frásagnir Strandafólks sem bregður upp svipmyndum frá síðustu öld. Daglegt líf, eftirminnilegar persónur og einstakir viðburðir eru rifjaðir upp.