Höfundur: Jón Ólafsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Leikskólalögin okkar 2 Jón Ólafsson Sögur útgáfa Þessi skemmtilega tónbók geymir tuttugu sívinsæl sönglög sem óma dátt á leikskólum landsins og veita börnum gleði alla daga. Hún fylgir eftir Leikskólalögunum okkar, sem kom út fyrir nokkru og naut gríðarlegra vinsælda. Tónbækurnar okkar er yndislegur bókaflokkur eftir Jón Ólafsson sem slegið hefur rækilega í gegn á undanförnum árum.
Laddi Snjókorn falla – skemmtilegustu jólalögin Jón Ólafsson Sögur útgáfa Þjóðargersemin Laddi syngur hér öll skemmtilegustu jólalögin ásamt gömlum heimilisvinum við undirleik Jóns Ólafssonar. Eiríkur Fjalar, Dengsi, Skrámur, Elsa Lund og Skúli rafvirki koma öll við sögu og við syngjum með. Kynslóðirnar eru hér sameinaðar undir jólatrénu og hinn sanni jólaandi færist yfir stofuna. Ýttu á takkann, veldu lag og syngdu með.
Friðrik Dór, Hildur Vala og KK Sofðu rótt – hugljúfar vögguvísur Jón Ólafsson Sögur útgáfa Í Sofðu rótt færa söngfuglarnir KK, Friðrik Dór og Hildur Vala okkur fimmtán gullfalleg vögguljóð við undirleik Jóns Ólafssonar, sem ljúft er að líða með syngjandi inn í heim draumanna. Öll eiga lögin það sammerkt að hafa öðlast einstakan sess meðal þjóðarinnar og börnin elska að syngja með. Lögin í bókinni er einnig hægt að spila án söngs.