Höfundur: Karl Sigurbjörnsson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Maríubæn í Bagdad | Sinan Antoon | Ugla | Maha og maður hennar flýja af heimili sínu í Bagdad vegna trúabragðaátaka. Gamall frændi hennar, Youssef, skýtur skjólshúsi yfir þau. Frásagnir Youssefs um friðsælt líf og eðlileg samskipti trúarhópa í Írak eru Möhu framandi. Einstaklega nærfærin saga, skrifuð af listfengi, um kærleika, sársauka og angist kristinnar fjölskyldu á óvissutímum. |
| Sálmabækur 16. aldar, I og II | Hið íslenska bókmenntafélag | Í fyrra bindinu er handbók og sálmakver Marteins biskups Einarssonar 1555 og Sálmabók Gísla biskups Jónssonar 1558. Í öðru bindi er Sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar 1559. Þessir sálmar sem höfðu mikil áhrif á þróun kveðskapar, söngs og tónlistar í landinu eru nú loks aðgengilegir almenningi. |