Höfundur: Karl Skírnisson

Frá Hamborg að Borgum

Um lífshlaup Margotar Gamm

Margot Gamm fluttist 17 ára gömul til Íslands frá Þýskalandi eftir að hafa lifað af hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Kornung giftist hún sér tuttugu árum eldri manni, Skírni Hákonarsyni, og gerðist bóndakona á gamalgrónu sveitaheimili. Þar ólu hjónin upp fimm börn. Hún varð ekkja 48 ára gömul, hætti þá búskap og tók að sinna kennslustörfum.