Höfundur: Kjartan Atli Kjartansson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Lóa og Börkur Langskot í lífsháska Kjartan Atli Kjartansson og Bragi Páll Sigurðarson Sögur útgáfa Sjálfstæð og æsispennandi bók í seríunni vinsælu um vinina Lóu og Börk. Nú fara þau til Bandaríkjanna í körfuboltabúðir en fyrr en varir fer af stað mögnuð atburðarás. Það er erfitt að fóta sig í hættulegum heimi þar sem fólk leynir á sér og ýmislegt getur gerst. Bók hlaðin rafmagnaðri spennu. Þvílík troðsla frá Kjartani Atla og Braga Páli!
Lóa og Börkur Saman í liði Kjartan Atli Kjartansson Sögur útgáfa Þegar miðherji unglingaliðs í körfubolta hrynur niður í miðjum leik vegna óvæntra veikinda eru góð ráð dýr. Liðsfélagarnir óttast um afdrif vinar síns og draumarnir um Íslandsmeistaratitilinn eru í uppnámi, en á ögurstundu kemur öflugur liðsstyrkur úr óvæntri átt. Lóa og Börkur – Saman í liði er skemmtileg og spennandi saga um mikilv...
Stjörnurnar í NBA Kjartan Atli Kjartansson Sögur útgáfa Bandaríski körfuboltinn er ein vinsælasta íþrótt heims og stjörnur NBA þær stærstu í sögunni. NBA-deildin hefur lengi notið mikilla vinsælda á Íslandi en aldrei eins og nú. Hér tekur höfundurinn og íþróttafréttamaðurinn snjalli Kjartan Atli Kjartansson saman alla þá leikmenn sem skipta máli í sögu keppninnar og auðvitað alla þá heitustu í dag.