Höfundur: Lárus Jón Guðmundsson

Höfuðlausn

Yfirsjúkraþjálfari á hjúkrunarheimili kynnist öldungi sem ákveður að trúa honum fyrir leyndarmáli aftan úr þoku aldanna áður en hann hverfur þangað sjálfur. Sagan teygir sig aftur fyrir síðustu aftökuna á Íslandi, sögumennirnir eru fjórir og eiga það sameiginlegt að heita Jón og burðast með sannleika sem þá hefur skort hugrekki til að opinbera.