Höfundur: Leif GW Persson

Linda – eða Lindumorðið

Serían um Evert Bäckström

Lík af konu að nafni Linda finnst um sumar í sænskum smábæ. Rannsóknarlögreglumaðurinn brokkgengi Evert Bäckström stýrir rannsókninni. Hann kemst fljótlega á snoðir um flókinn vef lyga, leyndarmála og hagsmunatengsla meðal bæjarbúa. Með snjöllum og fyndnum hætti fléttar Persson saman marga söguþræði í þessari vel skrifuðu og spennandi bók.