Höfundur: Lilja Magnúsdóttir

Friðarsafnið

Flóttamaður á ekki marga möguleika en með heppni og hugmyndaflugi má bjarga sér um stund. Eftir að Rakel stofnar Friðarsafnið á það hug hennar og ástina fann hún með manninum sem hún hafði þráð en sambandið gengur á ýmsu. Einn dag biður flóttamaður um að fá að fela sig á safninu. Það er erfitt að neita bjargarlausum manni um aðstoð.

Gaddavír og gotterí

Bókin Gaddavír og gotterí segir frá lífi og leikjum barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið snýst um búskapinn og dýrin. Hugarheimur barna er tímalaus en bókin höfðar ekki síst til þeirra sem upplifðu þennan tíma og kynntust því að umgangast hesta alla daga, dýrin voru leikfélagar og náttúran stýrði lífi fólks.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Gaddavír og gotterí Lilja Magnúsdóttir Lilja Magnúsdóttir Bókin Gaddavír og gotterí segir frá lífi og leikjum barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið snýst um búskapinn og dýrin. Hugarheimur barna er tímalaus en bókin höfðar ekki síst til þeirra sem upplifðu þennan tíma og kynntust því að umgangast hesta alla daga, dýrin voru leikfélagar og náttúran stýrði lífi fólks.