Höfundur: Linda Ólafsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ég þori! Ég get! Ég vil! Þegar íslenskar konur höfðu svo hátt að allur heimurinn heyrði í þeim Linda Ólafsdóttir Forlagið - Mál og menning Gullfalleg myndabók eftir verðlaunahöfundinn Lindu Ólafsdóttur um kvennafrídaginn 1975, þegar íslenskar konur tóku sér frí, gengu út af heimilum sínum, skólum og vinnustöðum og kröfðust jafnréttis og breytinga. Bókin hefur þegar komið út í Bandaríkjunum og hlotið afar jákvæðar viðtökur.
Íslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir Forlagið - Iðunn Falleg og fræðandi bók um flest það sem einkennir eldfjallaeyjuna okkar. Hér er fjallað í máli og myndum um fjörur og fjallstinda, sumarsól og vetrarmyrkur, náttúru og borgarlíf, sjávarþorp og sveitir – vetur, sumar, vor og haust. Bókin hlaut fjölda verðlauna þegar hún kom fyrst út og er nú loksins fáanleg að nýju.
Reykjavík barnanna Linda Ólafsdóttir og Margrét Tryggvadóttir Forlagið - Iðunn Hér er stiklað á stóru um sögu Reykjavíkur í bók sem er í senn fróðleiksnáma og listaverk fyrir alla fjölskylduna. Bókin hlaut Fjöruverðlaunin, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og myndlýsingarnar hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkur. Eftir sömu höfunda og Íslandsbók barnanna.
Reykjavík barnanna Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir Forlagið - Iðunn Hér er stiklað á stóru um sögu Reykjavíkur, frá því áður en fyrstu íbúarnir tóku sér þar bólfestu og þar til hún varð sú fjölbreytta og líflega borg sem við þekkjum. Höfundarnir hlutu mikið lof fyrir Íslandsbók barnanna en hér beina þær kastljósinu að höfuðborg allra landsmanna, í bók sem er í senn listaverk og fróðleiksnáma fyrir alla ...