Höfundur: Louise Penny

Betri maður

Mitt í hrikalegum vorflóðum, sem verða til þess að lýst er yfir neyðarástandi í héraðinu, kemur faðir að máli við lögregluforingjann Armand Gamache. Dóttir mannsins hefur horfið með dularfullum hætti. Gamache hefur öðru að sinna en samúð hans með manninum verður til þess að hann fer að huga að málinu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ríki hinna blindu Louise Penny Ugla Gömul kona óskaði eftir því í erfðaskrá sinni að lögregluforinginn Armand Gamache yrði skiptastjóri bús síns. Það kemur Armand spánskt fyrir sjónir, því að hann þekkir hvorki haus né sporð á konunni. Hann heldur því að um eitthvert grín sé að ræða, enda eru ákvæði erfðaskrárinnar býsna skrýtin. En við líkfund fær erfðaskráin skyndilega ískyggile...
Ríki óttans Hillary Rodham Clinton og Louise Penny Ugla Eftir stormasamt tímabil í bandarískum stjórnmálum sest nýr forseti í Hvíta húsið. Nýi utanríkisráðherrann, Ellen Adams, er varla tekin við embætti þegar hún stendur frammi fyrir skelfilegri alþjóðlegri ógn. Mögnuð pólitísk spennusaga eftir vinkonurnar Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og metsöluhöfundinn Louise Penny.