Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ríki óttans

Forsíða bókarinnar

Eftir stormasamt tímabil í bandarískum stjórnmálum sest nýr forseti í Hvíta húsið. Nýi utanríkisráðherrann, Ellen Adams, er varla tekin við embætti þegar hún stendur frammi fyrir skelfilegri alþjóðlegri ógn. Mögnuð pólitísk spennusaga eftir vinkonurnar Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og metsöluhöfundinn Louise Penny.

.....

Eftir stormasamt tímabil í bandarískum stjórnmálum tekur nýr forseti við völdum í Hvíta húsinu. Nýi utanríkisráðherrann, Ellen Adams, er varla tekin við embætti þegar hún stendur frammi fyrir skelfilegri alþjóðlegri ógn.

Utanríkisþjónustunni berast dularfull skilaboð sem reynast vera dulkóðuð viðvörun. Í kjölfarið eru gerðar sprengjuárásir víða um Evrópu. Að baki árásunum standa ný hryðjuverkasamtök sem eru staðráðin í að eignast kjarnorkuvopn.

Ríki óttans er magnaður pólitískur spennytryllir, sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og rauk strax í efstu sæti metsölulista víða um heim, eftir vinkonurnar Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og kanadíska metsöluhöfundinn Louise Penny.

„Geggjuð, afburðasnjöll og hörkuspennandi en líka tímabær og mikilvæg ádeila, ósvífin, dásamlega hugrökk og ögrandi. Þvílík skemmtun!“ – James Patterson

„Snjöll, hröð frásögn og óvæntir snúningar. Ríki óttans er töfrandi óútreiknanlegur pólitískur þriller. Ég elskaði þessa bók.“ – Kathy Reichs

„Clinton og Penny eru kraftmiklar einar og sér – en saman eru þær óstöðvandi.“ – Karin Slaughter

„Æsispennandi og uppfull af vitneskju þeirra sem raunverulega þekkja til.“ – Daily Mail

„Hin fullkomna pólitíska spennusaga. . . innsýn í heim valdamestu stjórnmálamanna okkar.“ – Ann Cleeves