Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Betri maður

  • Höfundur Louise Penny
  • Þýðandi Friðrika Benónýsdóttir
Forsíða bókarinnar

Mitt í hrikalegum vorflóðum, sem verða til þess að lýst er yfir neyðarástandi í héraðinu, kemur faðir að máli við lögregluforingjann Armand Gamache. Dóttir mannsins hefur horfið með dularfullum hætti. Gamache hefur öðru að sinna en samúð hans með manninum verður til þess að hann fer að huga að málinu.

Áður en langt um líður finnst lík – og faðir fórnarlambsins fyllist sjálfur af drápshug. Gamache er líka faðir og sú spurning fer að ásækja hann hvað hann sjálfur myndi gera ef morðingi barnsins hans gengi laus.

Bækur kanadíska skáldsagnahöfundarins Louise Penny um lögregluforingjann Armand Gamache hafa farið sigurför um heiminn. Betri maður er þriðja bókin um Gamache sem komið hefur út á íslensku.