Höfundur: Margrét Tryggvadóttir

Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina

Hér er sagt frá nokkrum brautryðjendum sem lögðu grunn að íslenskri listasögu. Lögð er áhersla á að kynna það fólk sem stundaði fyrst myndlist á Íslandi og lærði erlendis og eru hér aðeins fáir nefndir af þeim sem ruddu brautina. Margrét Tryggvadóttir, höfundur bókarinnar, hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Íslandsbók barnanna Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir Forlagið - Iðunn Falleg og fræðandi bók um flest það sem einkennir eldfjallaeyjuna okkar. Hér er fjallað í máli og myndum um fjörur og fjallstinda, sumarsól og vetrarmyrkur, náttúru og borgarlíf, sjávarþorp og sveitir – vetur, sumar, vor og haust. Bókin hlaut fjölda verðlauna þegar hún kom fyrst út og er nú loksins fáanleg að nýju.
Leitin að Lúru Margrét Tryggvadóttir og Anna Cynthia Leplar Forlagið - Mál og menning Hundurinn Kaffon á góðan leikfélaga. Það er hún Lúra. En núna er Lúra týnd. Kaffon spyr öll dýrin hvar Lúra geti verið en ekkert þeirra veit svarið. Og þó … Leitin að Lúru er falleg saga fyrir yngstu bókaormana eftir höfunda sem sent hafa frá sér fjölda vinsælla barnabóka.
Reykjavík barnanna Linda Ólafsdóttir og Margrét Tryggvadóttir Forlagið - Iðunn Hér er stiklað á stóru um sögu Reykjavíkur í bók sem er í senn fróðleiksnáma og listaverk fyrir alla fjölskylduna. Bókin hlaut Fjöruverðlaunin, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og myndlýsingarnar hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkur. Eftir sömu höfunda og Íslandsbók barnanna.
Reykjavík barnanna Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir Forlagið - Iðunn Hér er stiklað á stóru um sögu Reykjavíkur, frá því áður en fyrstu íbúarnir tóku sér þar bólfestu og þar til hún varð sú fjölbreytta og líflega borg sem við þekkjum. Höfundarnir hlutu mikið lof fyrir Íslandsbók barnanna en hér beina þær kastljósinu að höfuðborg allra landsmanna, í bók sem er í senn listaverk og fróðleiksnáma fyrir alla ...
Sterk Margrét Tryggvadóttir Forlagið - Vaka-Helgafell Birta býr í óvistlegri kjallaraholu með ókunnugu fólki. Það kýs hún þó heldur en heimabæinn sem hún flúði eftir að hafa komið út sem trans við litlar vinsældir fjölskyldu og vina. En svo hverfur konan í næsta herbergi sporlaust, og síðan önnur. Birta getur ekki annað en rannsakað málið. Hröð og spennandi saga sem hlaut Bókmenntaverðlaun Guðrúnar...